miðvikudagur, mars 24, 2004

Blogg, celebbar og skólagjöld

Fyrsti "blogg dagurinn" fer ágætlega af stað. Ekkert brjálað að gera í vinnunni akkúrat núna þannig að maður getur leyft sér að vera pínu kærulaus.
Það er alveg merkilegt hvað það þarf lítið til að vera "celebrity" á þessu litla skeri okkar. Það sem sannar það hvað best er nýji framkvæmdastjóri Hard Rock. Hann var í blaðinu í gær og í blaðinu í fyrradag og svo var símaviðtal við hann í Ísland í bítið í morgun. Allt út af því að hann ætlar að lækka tónlistina sem spiluð er á þessum ágæta veitingastað. Þetta finnst mér alveg ótrúlega fljótfengin frægð fyrir lítið tilefni. Það verður jú að viðurkennast að hann er ágætlega myndarlegur þessi maður og það hefur því kannski hjálpað honum inn í blöðin en þetta símaviðtal í morgun fannst mér með því furðulegra sem ég hef orðið vitni að. Síðan hvenær varð það fréttnæmt að á einhverjum stað úti í bæ væri takka snúið sem stæði "volume" fyrir ofan. Ég stóð í þeirri meiningu að það gerðist æði oft.
Annars verð ég að nota hérna tækifærið og lýsa yfir ánægju minni með skólagjaldamálið. Þeir sem eru áhugamenn um þetta mál geta lesið sér meira til um það hjá henni Auði Háskólalistakonu.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim