Subarbabes, ellismellir og pólitík
Nú fer nú alldeilis að styttast í Sugarbabes tónleikana, bara 2 vikur þar til skvísurnar stíga á svið. Fékk smá taugaáfall um daginn, hélt að ég yrði úti þegar tónleikarnir væri, var nefninlega búin að bóka síðustu ferðina á þessu tímabili til Bretlands 5.-7. Apríl en sem betur fer eru tónleikarnir ekki fyrr en 8. Váááá hvað það verður gaman hjá okkur!!
Eitt sem hefur vakið furðu mína þessa síðuastu daga er allt þetta gamla lið sem er keyrandi á götum borgarinnar. Flest þetta fólk tók bílpróf þegar það var ekki til eitt einasta umferðarljós, engin hringtorg, kannski ekki einu sinni malbikaðar götur og hvað þá hámarkshraði yfir 50. Svo er það orðið svo gamalt að það sér ekki hálfa sjón og er með viðbragðsflýti á við skjaldböku sbr. gamli maðurinn sem keyrði inn í búðina þarna um daginn. Á ekkert að gera í þessu máli?
Ein skvísan spurði mig um daginn þegar ég tilkynnti henni að ég ætlaði að skella mér í blogg-væðinguna hvort þetta yrði pólitískt-blogg. Ég hugsa að ég geti ekki dulið mína innri sannfæringu í þessum skrifum mínum þannig að þetta verður að öllum líkindum frekar pólitískt á köflum. Ég ætla samt ekki að fara neitt frekar út í það núna, það vita það nú sennilega flestir sem þekkja mig í hvora áttina ég hallast.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim