Tónleikar, Krókurinn og Eddie
Jæja þá er maður kominn á Krókinn. Vorum hérna síðast um jólin held ég, þvílíkt langt síðan allavegana. Blakmót hjá stráknum á morgun og svona þannig að ég sé ekki mikið af honum. Fékk að sjá þessa margumtöluðu búninga í fyrsta skiptið í kvöld, alls ekki flottir. Ljómi San, Human highlight show og Regnmaðurinn, allt meðlimir í blakfélaginu H-fleyg, fengu far með okkur.
Fólk hefur eitthvað verið að gera grín að því að ég, sjálf gamla konan, sé að fara á Sugarbabes-tónleikana með öllum unglingunum. Ég held að það sanni bara best hvað ég er enn ung í anda ;o) ...eða þannig. Í tilefni af því ætla ég að lista upp topp 5 tónleikana sem mig langar til að fara á:
1. Madonna ...surprise!
2. Michael Jackson
3. Justin Timberlake og Christina Aguilera
4. 50 cent og Eminem
5. Pearl Jam
Liður no. 5 er til heiðurs Eddie, leynifélaginu sem ég er stofn-meðlimur í. Fyrir þá sem vilja komast inn í það félag, þá gilda strangar reglur um aðgang og aðeins örfáir sem eru gjaldgengir.
Annars er það helst í fréttum að ég tók mér frí í vinnunni í dag. Átti ennþá eftir 5 sumarfrísdaga síðan síðasta sumar og datt í hug að spandera einum í dag. Svaf út og hitti svo baby-klúbbinn, Eyrúnu og Eggert Aron, Völu og Júlíu og Röggu og Veigar Már, í hádeginu heima hjá Eyrúnu. Rosa gaman að hitta þær, Eyrún skvísa náttúrulega með hlaðið borð af veitingum og rosa mikið spjallað. Fannst ég samt eitthvað pínu úr takti við hinar því ég var ekki með krakka með mér. Kíktum í gærkvöldi á Röggu og Hörð og horfðum á Sex in the city, sem er að verða svona weekly-thing hjá okkur. Hörður forritari gaf mér nokkur góð tipps um hvernig ég get prófað mig áfram í þessu öllu saman. Mange takk fyrir það!
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim