Sveitin góða og afslappelsið
Jæja þá er maður búin að liggja í leti á Króknum í heilan dag. Það er alveg meiriháttar hvað þetta er alltaf afslappandi að fara svona út fyrir höfuðborgina, það er eins og tíminn sé helmingi lengri að líða en venjulega. Horfði á Bold maraþonið í hádeginu og er síðan búin að gera eiginlega mest lítið, rúntaði smá og kíkti einn hring í Skaffó. Stráka greyin í blakfélaginu töpuðu öllum leikjunum nema einum í íþróttahúsinu í dag og búningarnir vöktu mikla lukku. Þarf eiginlega að útvega mér mynd af þessum frábæru búningum til að þið skiljið hvað ég er að tala um. En svona til að þið fáið smá hugmynd um þetta þá eru þeir tvílitir, limegrænir og bónusbleikir og framan á búningnum er risastór gulur broskall. Er svo búin að vera að rembast við að koma hérna upp teljara og gestabók sem er búið að ganga svona upp og niður. Ef einhver þekkir einhver góð ráð þá eru þau vel þegin.
En jæja, lærið er komið í ofninn og það stefnir í svakalega máltíð hérna eins og vanalega.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim