mánudagur, mars 29, 2004

Helgin

Jæja nú er helgin búin og kaldur mánudagurinn er aðeins of mikið fyrir mig þreyttu í dag.
Það var rosa fínt fyrir norðan, gert alveg ferlega lítið og borðað alveg ferlega mikið. Við kíktum á Kaffi Krók á laugardagskvöldið, blakliðið var að hittast og ég fékk að fara með. Öllum að óvörum lentu þeir í 3.sæti á mótinu, skrópuðu náttúrulega í verðlaunaafhendingunni þannig að þeim var afhentur bronspeningur á Kaffi Krók. Allir rosa stoltir með peninginn um hálsinn. Alveg merkilegt samt hvað maður þekkir orðið fáa þarna fyrir norðan, einu krakkarnir sem maður kannast við eru þeir sem voru í dansi hjá Svanfríði hérna í denn þegar ég var að vinna hjá henni. Þá voru þau kannski 11 og ég 18. ...sorglegt!! Og eina fólkið sem strákarnir þekktu voru Krækjurnar og 2 nýjir kennarar við Fjölbraut sem voru með þeim í Háskólanum. Mikið rosalega er maður orðin gamall!!
Gunni og Árni fengu svo far með okkur suður aftur í gær. Við stoppuðum aðeins í sveitinni heima hjá mér á leiðinni. Ég var að skoða síðuna hjá henni Guðrúnu systur minni hún er farin á tjá sig á netinu eins og svo margt annað gott fólk. Mamma var búin að baka heilu haugana af bolludagsbollum fyrir bróður minn sem átti afmæli á fimmtudaginn. Þetta var víst það eina sem drengurinn vildi í tilefni dagsins þannig að við nutum góðs af því. Ég var líka í Indlandi þegar bolludagurinn var og missti því af honum. Ég, Indriði, Gunni og Árni fórum svo öll á American style þegar við komum í bæinn og svo heim til Árna og spiluðum Catan til hálf 12 í gærkvöldi. Ég tapaði náttúrulega, enda hvorki mikill landnemi né sæfari. Árni rétt marði sigur en þurfti að berjast fyrir honum við Gunna og Indriða. Það verður re-match bráðum og þá ætla ég að SIGRA...

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim