fimmtudagur, október 12, 2006

Happy birthday Mrs. President...

Jæja, jæja, jæja...

Nú er komið nóg af bloggleysi.
Komin tími til að spýta í lófana og fara yfir það helsta sem hefur á dagana drifið og það sem er efst á baugi. Það sem ber helst til tíðinda er almenn ógleði, stress, pirringur, sviti, magapína, lærdómur fram á kvöld, óendanlegur to-do-listi, hópavinna, skilaverkefni, heimapróf, osfrv, osfrv, osfrv... Eftir næstu viku verð ég aftur orðin hamingjusöm og geðgóð. Flest skilaverkefnin komin í hús, hópavinnan búin og æfingavikan liðin. Þá má fólk aftur fara að tala við mig.

Það óumflýjanlega gerðist á síðastliðinn sunnudag. Ég varð árinu eldri. Það var alveg þvert gegn vilja mínum eins og vanalega. Ef ég mætti velja þá hefði ég stoppað í svona 22 - 23 og innst inni trúi ég því að ég sé það ennþá. Þetta verður alltaf meira og meira depressing með hverju árinu sem líður. Bráðum verður maður komin á FERTUSALDURINN sem mér finnst vera hálf sorglegt. Þá verður maður að vera ORÐIN eitthvað og að vera að GERA eitthvað. Þýðir ekkert að finnst bara gaman að hanga á kaffihúsum og slúðra, það er ekki nógu göfugt markmið til að hafa í lífinu. Verst hvað ég er fjarri því að vita hvað mig langar að verða, hef voða litla hugmynd um hvað mig langar að gera í framtíðinni og veit hreinlega ekkert hvert ég stefni. Hvernig í ósköpunum á ég líka að geta tekið ákvörðun um það. Möguleikarnir eru óendanlegir. Og fyrir manneskju eins og mig, sem getur varla ákveðið hvernig kaffi hana langar í, hvernig í ósköpunum á ég að geta ákveðið hvað mig langar að verða. Það er mér hreinlega lífsins ómögulegt.

Það eina gleðilega við að verða árinu eldri er að maður fær gjafir, þótt þær verði nú alltaf færri og færri eftir því sem árunum fjölgar, og maður getur haldið gott partý. Og þetta var gott partý. Frábærir gestir, óendanlega mikið spjall, mikið hlegið og setið að sumbli fram undir morgun. Í bókstaflegri merkingu. Þegar ég sagði grannanum frá partýinu þá sagði hann "já flott, svo lengi sem það verður ekki til kl. 5". Sem stóðst. Það voru allir farnir kl. hálf fimm. Yours-truly fór nú samt aðeins fyrr að hátta, var orðin svo ótrúlega "þreytt". Ég var líka ótrúlega "þreytt" allan daginn eftir, kom nánast engu í verk, lærði ekkert og beilaði á hópnum mínum, sem jók enn á pancið, magapínuna og svitann sem ég fór yfir áðan. Niðurstaðan er því þessi; áfengisneyslubann allavegana næstu 3 helgar, etv næstu 5 helgar, sjáum til hvernig ég verð eftir þessar 3.

En allavegana....
þúsund þakkir til allra sem heiðruðu mig með nærveru sinni á afmælisdaginn, hringdu í mig og sendu mér sms. You know I love you guys...

Myndir frá gleðinni komnar inn á myndasíðuna

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim