Hér er helgi, um helgi...
Ég er farin að hallast að því að þetta blogg sé ekkert annað en yfirlit yfir helgarnar hjá mér. Annað hvort er ég að skrifa um hvað ég ætla að gera næstu helgi eða þá hvað gerðist síðustu helgi. Kannski af því maður lifir hálfpartin á helgunum núna. Frekar aðgerðarlítið lífið svona yfir virku dagana. En það stefnir í breytingar á því. Skólinn að byrja með tilheyrandi útsláelsi og breyttum háttum.
Til að halda í hefðina þá verð ég að segja frá síðustu helgi. Við hjónin ákváðum að halda upp á ársafmælið með leikhús-útaðborða-ferð á laugardaginn. Leikritið sem varð fyrir valinu var að sjálfsögðu Fullkomið brúðkaup sem var nánast sýnt í næsta húsi. Sýningin var voða fín, farsi af bestu gerð. Venjulega finnst mér nú farsar ekkert voða skemmtilegir, finnst þeir oft fara yfir strikið í vitleysunni þannig að maður verður hálf pirraður. En þeim tókst merkilega að halda sig nokkurnveginn á réttum kili og við skemmtum okkur konunglega. Eftir leikritið lá leið okkar niður á Sjávarkjallarann þar sem tóku á móti okkur tveir sjúkrabílar og alblóðugur eldri maður. Af þessum sökum varð nokkur seinkun á því að við fengum borðið okkar en þetta var nú samt bara byrjunin á óförunum. Ég fékk ekki fordrykkinn minn fyrr en seint og síðar meir, ég pantaði vínið (eins og ég geri alltaf) og karlrembu-þjónninn lét Indriða smakka það, vínið var skemmt og við þurftum að senda það til baka og svo var reikningurinn vitlaus. Maturinn var þó æðislegur eins og alltaf og fær hann 10 í einkunn. En þjónustan fær kannski 5, frekar súrt.
Næsta helgi byrjar hvorki meira né minna á fimmtudaginn kl. 3 þegar ég næ í hana æskuvinkonu mína í Leifsstöð. Ég verð svo að vinna í nýju vinnunni á föstudags og laugardagskvöld. Vonandi ekki mjög lengi frameftir því stefnan er að kíkja etv eitthvað út. Svo byrjar skólinn á þriðjudaginn með tíma kl. 8 og svo öðrum til kl. 19. Frekar glatað verð ég að segja.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim