fimmtudagur, september 07, 2006

Punktar

• Skólinn er byrjaður
• Mér líst vel á fögin sem ég er í
• Ég er komin með allar bækurnar
• Ég er búin að fara 3x á Bókhlöðuna
• Stefni að því að flytja þangað með allt mitt hafurtask
• Heimspeki kúrsarnir byrja mjög vel
• Síðasta helgi var góð
• Gisti með Stínu á 1919 á fimmtudaginn
• Fór í facial með Röggu á Nordica á föstudagsmorgun
• Var að vinna á Primavera á föstudag og laugardag
• Matt Dillon kom að borða á laugardaginn
• Kíkti á Iðnó-skvísurnar e. vinnu á föstudaginn
• Það var voða stuð
• Hitti Bjögga frænda
• Var frekar þreytt á sunnudaginn
• Er komin lang leiðina með greinina sem ég er að skrifa fyrir Stúdetnablaðið
• Er búin að fara á hjólinu í skólann 2x
• Er farin að hallast að því að ég þjáist af síþreytu
• Kem mér ekki á lappir á morgnanna
• Og reyndar heldur ekki í rúmið á kvöldin
• Fylgist kannski smá að
• Langar ennþá VOÐA mikið að fara til útlanda
• Helst til Amsterdam eða til Finnlands
• Er búin að prenta út óhemju mikið magn af glósum
• Er samt ekki búin að lesa megnið af þeim
• Erum ekki búin að tæma geymsluna á Þinghólsbrautinni
• Það verður að gera næstu daga
• Erum að fara norður í réttir um helgina
• Aldrei að vita nema maður skelli sér á réttarball
• Er búin að endurheimta Guðnýjuna mína frá Amsterdam
• Finnst ennþá frekar ósanngjarnt að hún hafi fengið að hitta drottninguna
• Og ekki ég
• Ég held að skúnkurinn vinni Rockstarið
• Hef ekki meikað að horfa á síðustu þætti vegna þreytu
• Erum ennþá með höldulausa eldhúsinnréttingu
• Allt annað samt að komast í rétt form
• Þetta verður góður vetur

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim