Punktar
* Mjög mis góður dagur í gær.
* Góða byrjunin samanstóð af góðum félagsskap, þrírétttuðum hádegisverði og skókaupum
* Miðurskemmtilegi miðparturinn orsakaðist af hugsjúku fólki, einum kennara og einni skrítinni stelpu
* Góði endirinn var sambland af skemmtilegum félagsskap og góðri bíómynd
* Stefnir í góðan dag í dag
* Verður líka NÓG að gera
* Dagskrá til kl. 9 í kvöld ...allavegana
* Brjáluð dagskrá á næstu dögum
* Ég sé fram á að óhemju mikið magn af kaffi og jafnvel smá kaldan svita
* Er þó ekki ennþá farin að anda í bréfpoka
* Það kemur kannski bráðum
* Held að ég sé komin með varanlegt samviskubits-ör á sálina
* Það er svona að gera miklar kröfur til sjálfs síns
* Stefnir í FRÁBÆRA helgi
* Fyrir utan það að maðurinn ætlar að yfirgefa mig föstudag til laugardags
* Verður maður ekki að gera það besta úr því?
* Læra læra og ...
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim