föstudagur, ágúst 25, 2006

Trendið


Ok. Ég veit að ég er ofur-svöl alltaf og á undan með fullt. En come on...

Ég litaði mig dökkhærða...
...svo gerði Britney Spears það
...og svo núna Cameron Diaz

Kannski flytur J.Lo núna í 101? ...alveg eins og ég.

Annars eru 4 dagar eftir í vinnunni. Og þá fara aldeilis hlutirnir að gerast. Stína mín kemur til landsins og við ætlum jafnvel að flytja niður á 1919 / Salt ...kokteils here we come. Svo er það facial á Nordica á föstudaginn með Röggu og fleira snúll eitthvað frameftir degi. Flestar skólabækurnar eru komin í hús, keypti nokkrar í gær og svo er Guðrún sys að redda 3 í útlandinu. Svo er það náttúrulega bara ljúfa-skólalífið sem tekur við með öllu því sem því fylgir. Sofa kannski aðeins út, kíkja á kaffihús (af því ég er aldrei á kaffihúsum) og flytja svo á bókhlöðuna.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim