Aprílgubb, Hemmi Gunn og helgin
Það var nú alveg fyndið að fylgjast með þeim sem voru í gabb-gírnum í gær. Ísland í bítið ætlaði að gefa fríar sílikonaðgerðir, Bruce Springsten ætlaði að spila á Nasa og í Íslandi í dag var verið að lýsa eftir veðurþulum. Ég vorkenni nú mest þeim konum sem voru farnar að sjá stór brjóst á silfurfati og brunuðu á þessa læknastofu til að láta stækka á sér barminn. Mér finnst þetta samt alltaf jafn skrítið eitthvað, að í einn dag máttu ljúga eins mikið og þú vilt og fólki á bara að finnast það fyndið. Það er kannski bara af því að ég er heimsins lélegasti lygari, ég fer alltaf að hlæja, meira að segja þótt ég sé bara að skrökva pínulítið.
Það er alveg merkilegt hvað Hemmi Gunn er alltaf fyndinn, eða mér finnst það allavegana. Hann kom með þannan fína brandara í morgun: Oft fer bakarinn í köku þegar hann fær á snúðinn ...muhahahahahahah. Ég veit ekki hvort ég sé ein um að finnast þetta fyndið en ég er búin að hugsa um þenna brandara í allan morgun. 5 aura brandari af bestu gerð. Hann var s.s. í Ísland í bítið að tala um sjónvarpsauglýsinguna með Jóa Fel. Þessa þarna þar sem hann er ber í sturtunni, og honum fannst þetta bara afskaplega eðlilegt og Jói ætti nú líkast til að hafa rétt á því að koma fram nakinn ef hann vildi, með þennan fína kropp. Ég hef reyndar ekki horft mikið á þessa þætti, en það litla sem ég sá af síðustu seríu þá var hann endalaust að tala um hvað "stelpurnar eru alveg vitlausar í þetta" og sleikjandi á sér puttana. Ég er allavegana alveg viss um að ef Jói Fel væri stelpa þá væri sko búið að setja hann á svartan lista hjá Feministahreyfingunni.
Um helgina er svo sem ekki mikið planað. Við Christína ætlum að skella okkur í World Class e. vinnu í dag og svo kannski í 1 öl eftir það einhversstaðar. Svo getur nú vel verið að við Sólveig skellum okkur á Thorvalds þegar líður á kvöldið eins og svo oft áður á föstudögum. Svo á morgun er ég að fara með Röggu að máta brúðarkjóla, þau Hörður eru að fara að gifta sig 11. September. Ætli maður þurfi svo ekki að pakka niður á sunnudaginn fyrir Londonferðina og jafnvel leggjast yfir einhverjar tölur svo maður verði nú eitthvað undirbúin. Ég vil samt nota tækifærið og lýsa eftir einhverjum skemmtilegum sem verða í London mánudag og þriðjudag, Stína mín eina manneskjan sem ég þekki í London verður á Íslandi þessa daga þannig að ég hef engan að hitta. Skemmtilegt fólk vinsamlegast gefi sig fram í commentakerfið.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim