fimmtudagur, ágúst 17, 2006

Partýið, framboðið og slysið

Tilkynning:
Innflutningspartýið verður ekki næstu helgi. Við sjáum ekki fram á að það verði allt tilbúið hjá okkur þannig að við ætlum að geyma það eitthvað fram í September. Sorry folks...

Ég meika ekki hvað allir eru að skilja þessa dagana. Fyrst Brad og Jen, svo núna Kate og Chris. Svo ég tali nú ekki um alla hina. Ég veit bara ekki hvort ég höndli meira af því góða. Ég er nú samt ekki hrifin af því að hún Kate vinkona mín ætli að fara að vera með Owen Wilson, sem hlýtur að vera með næst-furðulegasta nef í heiminum, á eftir Michael Jackson.


Mig langaði líka til að vekja athygli á framboði vinkonu minnar til formennsku í UVG. Ég styð hana heilshugar í þetta embætti og held að hún eigi eftir að standa sig með eindæmum vel hlotnist henni heiðurinn. Enda er hún skelegg og ákveðin ung kona á framabraut. Allir sem eru geta verða að kjósa hana. Áfram Auður! (Sorry Auður mín að ég set þessa mynd en mér finnst hún bara svo asskoti flott ;o) ...vona að mér verði fyrirgefið)

Og svona til að enda pistil dagsins þá langar mig að segja frá hræðilegu slysi sem ég lenti í í gær. Eins og glöggir notendur msn hafa etv tekið eftir þá heiti ég tábrotin í dag. Lenti í því hræðilega atviki að fá hillu ofaná tána á mér seint í gærkvöldi. Núna er litla (stóra) greyið blá og marin og á örugglega eftir að vera naglalaus eftir einhvern tíma. Sem mér finnst reyndar mjög creepy, hef aldrei misst nögl áður og kvíði pínu fyrir.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim