miðvikudagur, ágúst 16, 2006

Rockstar, skólinn og Rokland


Mér finnst Gilby Clarke GEÐVEIKUR, ég fíla Ryan Star og líka Storm Large. Ég meika ekki Lukas Rossi, skúnkinn með augnskuggann, meika hann ekki!! Er samt voða hrædd um að hann eigi eftir að vinna þetta. En s.s. í stuttu máli þá er ég orðin sjúk í Rockstar – Supernova. Er búin að eyða ómældum tíma inni á rockstar.msn.com að skoða allskyns. En mér finnst Gilby Clarke alveg rosa flottur gaur. Finnst ykkur hann ekki sætur...? Eiginlega miklu sætari núna en hann var í gamla daga.

Annars er skólafílingurinn farin að láta á sér kræla aftur. Komin stundaskrá og bókalisti. Ég get varla beðið eftir að byrja aftur að læra. Skella mér og versla skóladótið og bækurnar. Er samt einhver til í að selja mér Investments, Financial markets and institutions eða International economics: theory and policy. Vantar þetta allt, fyrir gott verð. Ég er hreinlega að tryllast úr spenningi. Komin svo langur tími síðan ég var síðast í skólanum. Alveg heilir 8 mánuðir. Og á maður vonandi eftir að mæta bókunum tvíefldur, tilbúin að takast á við allar einingarnar.

Svo náði maður náttúrulega í miða á Sufjan Stevens tónleikana í Fríkirkjunni sem verða 18.11. Hlakka mega mikið til að fara á þá. Fékk fyrst að hlusta á hann hjá Binna ljósmyndara sem myndaði allt fyrir Hagkaup og gerir sennilega enn. Við þurftum oft að vera tímunum saman í stúdíóinu bæði að undirbúa fyrir myndartökurnar og meðan hann var að mynda. Hann var samt alltaf með ofur-svala og skemmtilega tónlist til að hlusta á og skrifaði disk með Sufjan Stevens fyrir mig eftir eina myndatökuna. Er búin að fíla hann síðan þá. Þessir tónleikar verða örugglega æðislegir.


Þar sem okkur hjónum hefur ekki ennþá tekist að koma stofumublunum fyrir, og þar meðtöldu sjónvarpinu, þá höfum við eitt undanförnum kvöldum við lestur. Á gamla staðnum vorum við með 2 sjónvörp á 50 fm sem var of mikið af því góða. Núna erum við búin að vera sjónvarpslaus í uþb tvær vikur og finnst það bara ágætt. Ég var að klára að lesa LoveStar eftir Andra Snæ Magnason og er nýbyrjuð á Roklandi. Bókina fengum við í jólagjöf frá Ísaki og family um síðustu jól. Strákurinn tók sér smá tíma í að klára hana og núna loksins er röðin komin að mér og fer hún svona ágætlega af stað. Það er búið að koma oft fyrir að ég skelli upp úr við lesturinn, enda lýsir höfundurinn litla sjávarplássinu af ótrúlegri færni og með auga fyrir smáatriðunum. Ég hlakka til að halda áfram að lesa í kvöld. Og sennilega fer það þannig að sjónvarpið verður ekkert sett upp í svefnherberginu aftur.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim