fimmtudagur, ágúst 03, 2006

Topmodelið og topp-gaurinn


Ég verð nú eiginlega að segja það að ég er alls ekki sátt við úrslit þáttarins míns í gær. Hélt eiginlega með bæði Bre og Nik en alls ekki Nicole. Finnst hún allt of mikil væluskjóða og leiðinleg og geðveik eitthvað. Nik klúðraði þessu alveg þegar hún sagði að hún yrði ánægð sama hver úrslitin yrðu. “Hún vildi þetta ekki nógu mikið” eins og Tyra hefði sagt. Plús það að ég held að Tyra hafi ekki fílað hana frá byrjun. OG það var komin tími á að hvít stelpa myndi vinna, búnar að vera dökkar tvö síðustu topmodelin. Ég verð nú samt að segja það að ég er alltaf að verða meira og meira skotin í Nigel Barker (noted fashion photographer). Hann er svo rosalega sætur og með flottan hreim að það er varla hægt annað. Búin að googla hann og setja mynd af honum á msn-ið hjá mér.


Ég verð að segja ykkur að ég elska, elska, elska gaurinn sem hjálpaði mér með tryllitækið mitt á IKEA planinu um daginn. Ég var í vandræðum með faratækið, sem svo oft áður, þessi 20 ára elska hreinlega neitaði að fara í gang. Ég startaði og startaði en samt fór hann ekki í gang. Þá skrúfar þessi afskaplega viðkunnanlegi maður í bílnum við hliðina á mér niður rúðuna, kennir mér þetta fína trix og auðvitað flaug kagginn í gang um leið. Síðan þá er ég búin að nota trixið svona 3 sinnum. Og þetta gerðist fyrir svona viku síðan. Það er alveg merkilegt hvað sumir geta verið góðhjartaðir og hjálpsamir. Ef svo ólíklega vill til að þessi góði maður myndi lesa þetta þá ELSKA ég hann.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim