Meira en vika síðan síðast...
- Ég er punktasjúk
- Ég er líka sjúk í kaffi
- Og kaffihúsaferðir
- Sérstaklega með skemmtilegu fólki
- Ég fór um daginn í Góða hirðinn
- Og keypti þar nokkra góða muni
- Eins og t.d. 2 ljósakrónur, saumavél í borði, tösku og ramma
- Er ofsalega ánægð með þetta allt saman
- Ljósin ætla ég að hengja á ganginn í nýju íbúðinni
- Sem ég er by the way flutt inn í
- Það er búið að parketleggja
- Við fluttum allt dótið á sunnudaginn
- Og það kom BESTA fólkið að hjálpa okkur
- Sem verður efst á gestalistanum í innflutningspartýið
- Þið hin getið bara beðið eftir boði ...lengi
- Ég er komin með Gmail
- Sem mér finnst rosa flott
- Ég fór á tónleika á fimmtudaginn og á sunnudaginn
- Báðir rosa skemmtilegir
- Ég djammaði líka með Guðnýju og Katrínu á föstudaginn
- Það var líka mjög gaman
- Ég er orðin slúður-sjúk
- People, lipstick og gofugyourself eru orðnar uppáhalds síðurnar mínar
- Og svo er ég búin að lesa thatgirlemily.blogspot.com eins og ég eigi lífið að leysa
- Er samt að hugsa um að fara að skipta froðunni út fyrir ferðasíður
- Var að skoða Argentínu á lonelyplanet um daginn
- Og ævintýraþráin blossaði upp aftur og mig langaði að pakka strax niður
- Ég keypti mér FULLT af snyrtivörum um daginn
- Og er búin að finna hin FULLKOMNA varasalva
- Sem er Eight hour cream frá Elizabeth Arden
- Ég var í fríi í vinnunni í gær og fyrradag
- Og var á stússi út um allan bæ
- Og varð á endnum kóf sveitt
- Ég fór líka í klippingu og litun í gær
- Og er orðin mega fín og sæt
- Ég var einu sinni rosa dugleg að setja mig í spor annara
- En ég er alltaf að verða dómharðari og dómharðari
- Finnst þessa dagana flestir vera fífl
- OG hálfvitar
- Ég meika heldur ekki fólk sem stendur ekki við orð sín
- Og heldur ekki fólk sem er ekkert nema egóið í sjálfum sér
(Góður þessi Laufey, er ekki annar hver punktur hérna sem byrjar á Ég?)
- Ég held að ég sé að verða frekar bitur kerling
- Það fer bara ekkert ofsalega vel með geðheilsuna í mér að vera með allt á rúi og stúi
- Það er ALLT dótið mitt ÚTI UM ALLT
- Og það er ekkert tilbúið
- Ég er ekki með eldhús
- Og heldur ekki sturtu
- Ég fór að grenja áðan yfir Rockstar Supernova
- Af því Magni fór að grenja
- ...og ég var að horfa á þetta í tölvunni
- ...í vinnunni
- Way to stay cool Laufey
Þetta er ca vikan, meira síðar.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim