Blogg ritskoðun
Ég góma mig oft við að vera byrjuð að skrifa eitthvað voða smellið og skemmtilegt en fatta svo að það sem ég er að skrifa um gæti verið móðgandi. Mjög vinsælt mögulega móðgandi topic er Barnaland, sem ég hef frekar mikla fordóma fyrir og er af þeim sökum ekki með link á eitt einasta barn hérna á síðunni. Enda kunna börn ekkert að blogga. Ástæðan fyrir því að ég hef ekki tjáð mig mikið um það hingað til er þessi fyrrnefnda hræðsla við það að orð mín gætu móðgað. Þannig að mín spurning er þessi? Á maður að skrifa um það sem maður vill og segja nákvæmlega það sem manni býr í brjósti eða á maður að gæta “tungu” sinnar? Fólk hefur misjafnar skoðanir á hinum ýmsu málefnum en tekst þrátt fyrir það að halda vinskap/kunningsskap og jafnvel hjónabandinu góðu. Fólk er líka alltaf að tjá skoðanir sína á hinum ýmsu málefnum. Af hverju ætti ég þá ekki að geta það líka? Og hvenær fara skoðanir manns að verða móðgandi? Er maður kannski svona hrottalega vel upp alinn að maður þegir frekar en að lenda í árekstrum?
Er annars búin að vera að hlusta á Paradísarfuglinn með Megasi í allan morgun. Meira hvað ég get endalaust hlustað á Megas og ég fæ bara ekki nóg af Paradísarfuglinum. Ég er samt langt frá því að vera búin að hlusta á alla diskana hans. Hlustuðum annsi oft á hann á rútuferðalögunum okkar um suðaustur Asíu, ég og strákurinn, en það voru bara svona 50 best-of lög. Paradísarfuglinn er náttúrulega fullur af gullmolum eins og t.d. Lóa Lóa, Ef þú smælar framan í heiminn, Spáðu í mig, Fatlafól, Reykjavíkurnætur og svo síðast en ekki síst Krókódílamaðurinn, sem er náttúrulega all-time-favorite. Ég mæli með að allir sem hafa ekki hlustað lengi á Megas skelli þessum disk í spilarann og leyfi tónum meistarans að leika um eyrun.
Góða helgi...
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim