þriðjudagur, október 24, 2006

Ókei ókei

Smá update af ástandinu á Grettisgötunni.

* Pían er með 14 spor í kroppnum sínum í þessum töluðu orðum eftir sársaukafulla fjarlægingu á 7 fæðingablettum síðdegis. Líðan hennar er stöðug og eftir atvikum góð. Smá sársauka gætir í skurðunum, sérstaklega í bakinu.

* Það er próf á morgun sem er ekki búið að ganga neitt of vel að læra fyrir. Er komin með nóg af skólanum í bili. Hvað varð um það stefnuatriði að hanga á kaffihúsum og hafa það huggulegt af því maður er í skóla? Ef ég mætti spyrja?

* Það var farið fjölskyldu-tripp í nýja IKEA flæmið á mánudaginn. Í kjölfarið á þeirri heimsókn hefur heimilið tekið smá breytingum. Engar bækur eru lengur á gólfinu heldur eru þær komnar í hillu, þessi fíni lampi prýðir nú einnig heimilið auk forláta spegils sem er búið að koma fyrir á ganginum.

* Síðustu fréttir af frúnni herma að henni sé farið að hlakka til jólanna. Enda er komið jólaskraut í allar búðir og því komin tími á það. Það er því næst á stefnuskránni hjá hjónunum á Grettisgötunni að halda fjölskyldufund og ákveða hvar jólatré gæti mögulega verið staðsett í íbúðinni, ákveða þemalit í jólaskreytingunum í ár og gera jólakorta lista.

* Og koma svo people COMMENTA ...annars fer ég að hætta þessu rausi hérna.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim