mánudagur, október 23, 2006

Stjörnuspáin mín á Mbl í dag:

Vog
Þín fágaða aðferð við að vera náin fólki, en halda því jafnframt í hæfilegri fjarlægð á sama tíma svo þú hafir stjórnina, stækkar aðdáendahópinn í dag

Hmmm... what! Geri ég það?

Annars er það helst að frétta af mér að ég þjáist af ljótunni á mjög háu stigi í dag. Veit ekki hvort ég treysti mér út úr húsi, spurning hvort ég verði ekki bara handtekin fyrir of mikinn ófríðleika á almannafæri ef ég læt sjá mig svona. Róbert og Margrét komu í mat til okkar í gær, loksins vannst tími til að bjóða í Wok á nýju pönnunni. Ég eldaði þessar fínu núðlur og Bóndinn skellti í súkkulaðiköku. Æðislegt að fá þau hjúin í heimsókn, takk fyrir gærkvöldið krakkar.

Ég sit svo hérna heima yfir ritgerðinni sem ég ætlaði að vippa af um helgina en er búin að skrifa svona 100 orði í. Ekki alveg nógu gott. Vikan er alveg hræðilega yfirbókuð. Skil á blessaðri ritgerðinni á morgun auk þess sem ég leggst undir hnífinn. Stefnt á það að fjarlægja aðeins fleiri fæðingabletti af Frúnni. Próf á miðvikudaginn, tannlæknir á fimmtudaginn, vinna á föstudag og laugardag, Guðrún systir að koma í bæinn og Tengdó líka. Hlakka rosa til að hitta þau öll.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim