sunnudagur, maí 06, 2007

Niðurtalningin hafin

Já þetta orðið ein allsherjar niðurtalning þessa dagana:

3 dagar í næsta próf
5 dagar í síðasta prófið
6 dagar í kosningar
6 dagar í Eurovision
8 dagar þangað til ég byrja að vinna

Það er allt á suðupunkti. Á sunnudagsmorgni sit ég hérna yfir siðfræði Níkomakkosar við eldhúsborðið og velti fyrir mér vináttunni. Aldeilis spennandi það. Það er annars frekar erfitt að einbeita sér á þessum síðust metrum annarinnar. Svo margt annað sem freistar hugans og lætur hann reika frá skólabókunum. Við hjónin náðum t.d. að skella okkur í bíó á Blades of Glory í gær með þeim Sverri, Binna og Árna Geir. Myndin kom bara á óvart, bjóst svo sem ekkert við neitt svakalega miklu en hún varð aldrei of bjánaleg og var fyndin nánast allan tímann.

Er komin með nettan pirring á öllu þessu kosninga stússi. Finnst fólk alveg vera að fríka út yfir þessu. Sumir taka þetta með trompi, marsera Laugarveginn og plögga bæklingum á allt og alla. Aðrir taka tryllinginn á börum bæjarins með dónaskap og ruddalátum og ná sennilega ekki að heilla marga kjósendur með þeirri framkomu. Aðrir skrifa hálfgerðar tryllingsgreinar í blöðin og úthúða fréttamönnum en svo eru náttúrulega sumir sem eru ofur svalir og láta ekkert á sig fá. Ég held að ég sé algerlega búin að gera upp hug minn. Var búin að ákveða mig, fór svo eitthvað smá að efast um réttmæti þeirrar ákvörðunar þar sem ég var ekki búin að kynna mér almennilega frambjóðendurna í mínu kjördæmi, skoðaði þá vel og hélt mig við mína fyrri ákvörðun.

Ætla svo hérna rétt í lokinn að láta stjörnuspána mína fljóta með fyrir daginn, hún er eitthvað svo mega mikið í mark í dag:

Vog: Þér líður betur með sjálfa þig en þig hefur gert lengi. Þú ert að komin að ákveðnum tímamótum í lífinu og hið óþekkta bíður. Ástin ber þig þangað á vængjum sínum.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim