mánudagur, apríl 23, 2007

Hrað-blogg

* Ég byrja í prófum á miðvikudaginn
* Búin að vera á kafi í bókunum
* Er samt búin að vera hálf slöpp eitthvað
* Þess vegna afköstin yfir bókunum ekki alveg nógu góð
* Við fórum í leikhús á laugardaginn með Inga og Írisi
* Sáum Hjónabandsglæpi í Þjóðleikhúsinu sem var frábær sýning
* Get vel mælt með henni fyrir alla
* Fullt af óvæntum uppákomum og atriðum
* Og geggjaðir leikarar, Hilmir Snær og Elva Ósk
* Ég hlakka mjög mikið til að vera búin í prófum
* 11. maí verður dýrðardagur
* Greyið Guðrún litla systir mín lenti í bílslysi í gær
* Sem er hræðilegt
* Sem betur fer líður henni ekki illa og hún slasaðist ekki
* Þetta er annað bílslysið í fjölskyldunni á þessu ári
* Frekar hræðilegt
* Í hinu slysinu voru Pálina konan hans Ísaks og Íris litla dóttir þeirra
* Sem betur fer sluppu þær líka vel
* Hálfgert lán í óláni
* Ég meika ekki Frjálslyndaflokkinn
* Mér finnst Jón Baldvin skrítinn að kalla menntamálaráðherra ljósku
* Kannski gleymdi hann að taka lyfin sín
* Ég verð eiginlega að halda það því annars væri hann hálfgerður fáviti
* Mér finnst hræðilegt hvað það búa margir verkamenn hérna við slæm kjör
* Og finnst frábært hjá Stöð2 að varpa ljósi á það mál
* Mig langar til útlanda í hjálparstarf
* Ég er að verða sjúk í að ferðast aftur
* Við erum sennilega að fara til Seattle haustið 2008
* Ti að læra, ekki í hjálparstarf
* Allir að krossa putta fyrir mig á miðvikudaginn
* Meira síðar

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim