Netlægð
Já þetta er ekki bara blogglægð hjá mér heldur ein allsherjar netlægð sem gengur nú yfir. Er komin með hálfpartinn leið á þessu. Allir að blogga það sama, slúðrið er allt það sama líka, ég nenni engan veginn msn-inu (og ekki búin að signa mig inn þar í svona viku) hvað þá heldur að ég nenni mikið að blogga. En þá sjaldan maður finnur sér eitthvað merkilegt til að tjá sig um þá verður maður nú að nota tækifærið og gera það fyrst síðan er fyrir hendi.
Málið er nefninlega að það er að koma Listahátíð. Ég hef aldrei áður farið á atburð sem tengist þessari merkilegu hátíð og ákvað í dag að það væri tími til komin að gera breytingar þar á. Kveikjan að þeirri breytingu var bæklingur þar sem koma San Francisco balletsins var boðuð. Ég viðraði hugmyndina við Auði, hún tók svona vel í hana og nú erum við fjögur að fara og sjá þennan heimsfræga balletflokk dansa í Borgarleikhúsinu þann 20. Maí. Ég hlakka óendanlega mikið til.
Annað sem brennur svolítið á mér þessa daga og ég verð að koma á framfæri er hvað ég er geðveikt að fíla hljómsveitina Esju. Ég verð seint talinn mikill aðdáandi Daníels Ágúst eða Krumma í Mínus en þetta dúó þeirra (eða kvartett þegar maður telur alla með) er hreinasta snilld. Sá þá spila í Kastljósi í lok síðasta mánaðar og svo aftur á Formatónleikunum og er alveg orðin sjúk í þá. Get ekki beðið eftir að þeir gefi eitthvað út svo ég geti hlustað meira á þá.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim