þriðjudagur, apríl 10, 2007

Eftir páska

Við hjónin erum komin aftur til borgarinnar eftir annsi skemmtilegt páskafrí sem við eyddum fyrir norðan. Þar var sko dekrað við okkur í mat og drykk og erum við bæði örugglega einhverjum grömmum þyngri núna en þegar við fórum. Ég fékk langþráð slátur hjá mömmu ásamt því sem við fengum lambalæri, hamborgarahrygg, grillkjöt osfrv. Yndislegt að eiga bæði mömmu og tengdamömmu sem elda svona góðan mat. Við náðum að slappa þvílíkt af og hlaða batteríin fyrir komandi törn. Núna er það víst alvaran sem tekur við. Hálfur mánuður í fyrsta prófið og ekkert masterplan komið í gangið. Spurning um að föndra eitt slíkt á næstu dögum og ná að skipuleggja sig. Næsti mánuður hjá mér verður strembin lærdómslega séð þar sem óumflýjanlegur skólabókalestur er á dagskránni og víst ekki hægt að fresta honum mikið lengur.

Við Katrín skelltum okkur óvænt á Bjarkar-tónleikana í gær. Þeir voru frábærir og sé ég alls ekki eftir því að hafa farið. Nenntum reyndar ekki að bíða eftir Hot Chip þannig að við fórum bara heim þegar Björk var búin. Nýju lögin hljómuðu ótrúlega vel og ég er farin að hlakka mega mikið til að kaupa nýju plötuna. Anthony í Anthony and the Johnsons söng eitt lag með henni á tónleikunum sem var mjög skemmtilegt.

Er strax komin með leið á kosningum og pólitík, sem er frekar slæmt. Finnst bara alveg mega leiðinlegt að horfa á einhverja karla í sjónvarpinu gjammandi hvor ofaní annan þannig að maður heyrir ekki orðaskil. Ég vona að ég fái áhugann aftur og nái að fylgjast eitthvað með þessu en miðað við leiðann sem mér finnst ríkja í þessum brannsa í dag þá býst ég ekki við að það gerist neitt bráðlega.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim