Nýjir tímar
1. Prófin eru búin
2. Er byrjuð að vinna
3. Bara í einni vinnu
4. Það er komið sumar
Ég er ótrúlega sátt við að vera búin að klára þessi próf. Þetta voru 5 stykki, á 2 vikum, 18,5 einingar, sem ég held að séu allar á leiðinni í hús. Er komin með eina einkunn sem ég er alveg sæmilega sátt við bara, miðað við effort, áreynslu og einbeitingu vetrarins. Það tók mig 2 daga að fatta að prófin væru búin, er ennþá nett að átta mig á þessu öllu saman og fatta að plana kvöldin í annað en lærdóm.
Vinnan er mjög fín. Hressir gaurar og skemmtilegt andrúmsloft. Vikan er búin að fara í það að reyna að átta sig á því hvað maður á að gera og hvernig og kynna sér bæði starfið og samstarfsmennina. Stefnir í hörkufínt sumar á Skólavörðustígnum.
Ég nenni ekki einu sinni að tjá mig um kosningarnar. Drama, drama, drama...
Eitt samt sem ég er alltaf jafn hissa á og það er það hvað þessir blessðu pólitíkusar apa alltaf orðatiltækin eftir hvorum öðrum og hvernig sumt kemst "í tísku" í orðaforða stjórnmálamanna. Núna er það "að safna vopnum sínum" sem ég hef hreinlega aldrei heyrt fyrr en nú. Og það segir þetta annar hver pólitíkus. MJÖG spes. Það þorir greinilega engin að vera original og nota eitthvað annað yfir það sem þarf að gera í Framsóknarflokknum.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim