...og sólin skín
Það er meira hvað veðrið er að leika við okkur. Endalaus sól og sumarblíða svona á síðust prófametrunum, sem er vægast sagt ekki að hafa hvetjandi áhrif á lærdóminn hjá frúnni. Skellti mér t.d. í bæinn áðan í smá innkaupaleiðangur, fjárfesti í nýja Bjarkardisknum sem hljómar núna í græjunum, keypti svo ofsa-fallega afmælisgjöf handa sætustu stelpunni í bænum (meira um það síðar) og kom svo að síðust við í bakaríi og náði mér í smá hádegissnarl. Settist svo út á svalir í sólina með Moggann og hádegismatinn á hlýrabolnum og átti hreint út sagt góða stund. Þetta verða krefjandi síðust metrar ef veðrið heldur áfram að vera eins og það er í dag.
Annars á vinkona mín hún Guðný afmæli í dag. Hún er hvorki meira né minna en 25 og einu ári betur en það. Hún er svo sæt og góð og ég vona að hún eigi besta afmælisdag í heimi í dag. Greyið þarf reyndar að hýrast í vinnunni til kl. 5 en þá tekur líka við eitthvað skemmtilegt og kannski fæ ég að knúsa hana aðeins í kvöld.
TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN SÆTA
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim