mánudagur, maí 07, 2007

Ég er að verða pirruð...

Ókei...

Í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn er glæpamaður.
Sem sveik úr ríkissjóði helling af almannafé.
Og sat í fangelsi fyrir það.
Og kallaði það svo "tæknileg mistök".
Eru allir búnir að gleyma því eða...??

Á fréttaflutningi síðustu daga er það að skilja að það sé löstur að uppfæra skoðanir sínar. Það er verið að benda á þá hræðilegu staðreynd að Steingrímur J. hafi skipt um skoðun á máli sem hann hafði aðra skoðun á fyrir 20 árum síðan. Ég hélt að það væri frekar kostur að uppfæra skoðanir sínar reglulega og vera meðvitaður um að festast ekki í einhverju gömlu fari.

Hvort er merkilegra: glæpamaðurinn eða maðurinn sem skipti um skoðun?

Ég er að verða svo ótrúlega pirruð á þessu kosningarugli, allir að karpa og gjamma fram í hvern annan í spjallþáttum hægri vinstri. Þetta fólk kann upp til hópa ekki mannasiði.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim