Hvað er að gerast...
Já ég er ekki frá því að heimur versnandi fer. Því til sönnunar hef ég tvö dæmi.
Dæmi 1:
Sms-ið sem ég fékk frá vinkonu minni á laugardagsnóttina sem var nákvæmlega svona:
"Það situr kall á blómabeðinu fyrir framan dómkirkju Íslands, með bjórglas í hönd og er að láta TOTTA SIG! Halló? Hvað er í gangi?" Say no more...
Dæmi 2:
Í morgun, á mánudegi fyrir kl. 10, sá ég út um gluggann hjá okkur ungan strák hella heilli sprittflösku út í pepsíið sitt, tilla sér á bekk fyrir framan gluggann og drekka blönduna. Hann kúgaðist frekar mikið og leit illa út. Hann leit út fyrir að vera kannski um tvítugt.
Hvað er eiginlega að gerast?
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim