föstudagur, júní 08, 2007

Síðbúnar afmæliskveðjur

Í tilefni af því að gærdagurinn var sennilega mesti afmælisdagurinn á árinu þá vildi ég nota tækifærið og óska afmælisbörnunum til hamingju með daginn.

Æskuvinkona mín og frænka hún Stína átti síðasta afmælisdaginn sinn í gær og varð 29 ára. Framvegis kemur hún ekki til með að eiga afmæli. Hún er í útlöndum eins og fyrri daginn og ég sakna hennar alltaf jafn mikið. Innilega til hamingju með afmælið elsku besta vinkona!

Ferðafélagarnir og parið Róbert og Margrét áttu bæði tvö afmæli í gær og héldu upp á það heima hjá sér í gærkvöldi. Róbert sennilega aðeins meira því hann átti stórafmæli, hvorki meira né minna en 30 ára og Margrét slatta yngri. Innilega til hamingju með afmælið bæði tvö og takk fyrir mig og minn í gær!

Ofurskvísan, lögfræðingurinn tilvonandi og leikkonan Lilja átti líka afmæli í gær. Hún er yngst afmælisbarnanna þennan daginn. Innilega til hamingju með daginn!

Stefnan er annars sett á sveitina þess helgina. Við ætlum nokkrar galvaskar píur ásamt mönnum og nokkrum börnum að bruna í Grímsnesið í sumarbústað seinnipartinn í dag og liggja þar með tásur upp í loft og troða í okkur mat og hafa það kósí alla helgina. Ég skal reyna að setja inn eitthvað mega skemmtó og smellið eftir helgina þegar ég er búin að hlaða batteríin í bústaðnum.

until then

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim