miðvikudagur, september 19, 2007

Punktar

* Ég er búin að vera lasin
* Sem er minna en spes eins og flestir kannast við
* Við hjónin vorum með gesti alla helgina
* Sem var stemmari
* Strákapartý hérna á laugardaginn
* Fórum líka á Þingvelli
* Og ég tók horið með
* Bumban stækkar enn
* Brjóstsviðinn herjar á sem aldrei fyrr
* Frekar spes að vera bæði með hálsbólgu og brjóstsviða
* Aðeins of mikið álag á eitt svæði fyrir minn smekk
* Við fórum að sofa fyrir kl. 10 í gær
* Eril undanfarinna daga tók vindinn úr okkur
* Strætóinn er að gera fína hluti
* Veðrið hins vegar stendur sig ekki alveg eins vel
* Er búin að finna vettlingana mína og trefla og farin að nota þá
* Næstu helgi er planið að mála eins og einn vegg
* Klára eitt verkefni
* Og reyna jafnvel að skella sér í bíltúr á Selfoss og hitta ömmu

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim