þriðjudagur, september 11, 2007

Skólalífið



Já núna er tilveran að komast í eðlilegt horf á nýjan leik eftir sumarið, utanlandsferðina og 2 helgar í röð fyrir norðan. Indriði greyið ekki búin að vera heima hjá sér 4 helgar í röð þannig að næsta helgi verður tekin í rólegheitunum hérna heima. Ég er farin að trylla með vömbina í skólann á strætóinum, veit nú ekki hvað ég meika það lengi. Er samt alveg að fíla þetta strætókortafyrirkomulag. Æðislegt að geta bara hoppað í og úr strætó þegar manni hentar. Sérstaklega þegar veðrið er búið að vera svona leiðinlegt eins og síðustu daga. Neita því nú ekki að það væri sniðugra að vera á bíl samt. Við hjónin ætluðum nú að kaupa annan bíl fyrir frúnna en erum eiginlega hætt við það. Það er svo rosalega dýrt að eiga og reka 2 bíla, sérstaklega þar sem við verðum bæði heima saman í lok nóv, des og jan og þurfum þá bara einn bíl. Svo held ég að ég þurfi ekki bíl eftir áramót, ætla bara að vera á röltinu hérna í kring. Þannig að við erum að spá hvernig við getum mixað þetta. Kannski bílaleigubíll í tvo mán eða kannski bara strætóinn...

Skólinn er svo alveg komin á fullt. Alltaf að hrúgast á fleiri og fleiri verkefni, fyrstu skil í næstu viku og svo heldur þetta bara áfram eftir það. Þetta verður örugglega frekar strembið.

Réttirnar voru um síðustu helgi í sveitinni og að sjálfsögðu skelltum við hjúin okkur þangað. Reyndar dró maður ekki margar kindur í þetta sinn því mamma og pabbi nenna ekki að fara með kindur á heiði. Reyndar heyrðist mér á systrum mínum að það stæði til að breyta því á næsta ári. Þær eru svo ákveðnar báðar að það gæti alveg tekist hjá þeim að breyta því.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim