London calling...
Jæja krúttin mín. Núna sit ég hérna í vinnunni að reyna að prenta út skýrslur og fleira skemmtilegt sem verður að koma með mér til London í fyrramálið. Þarf líka að pakka saman tölvulufsunni mínu því hún fer víst líka með. Er ekkert alveg að meika að vera að fara svona ein, en sem betur fer get ég verslað mér til huggunar á Oxford street á morgun :) Og svo eru þetta nú líka bara 2 nætur.
Vil þakka góðu fólki fyrir fínar kvittanir í Gestabókina, þar á meðal Eyda frænda sem er að læra í Köben. Skelli líka inn link á síðuna hjá stráknum hérna til hliðar. Auður var að kalla eftir frekari skýringum á stöðu minni í hinum pólitíska heimi (geimi). Ég verð því líkast til að upplýsa að við frænkurnar erum sömum megin við miðjuna en ég er hins vegar svo lánsöm að vera ekki flokksbundin. Ætli ég væri ekki í Kvennalistanum ef hann væri ennþá til. Stelpur hvernig væri nú að vekja hann aftur til lífsins? Ég ætla hins vegar að taka þig á orðinu Auður með þetta djamm sem þú varst að tala um. Næst verður það ekkert einn bjór á fimmtudagskveldi heldur margir bjórar um helgi.
Annars er helgin búin að vera afskaplega fín. Skrapp í WC á föstudagskvöldið með Christínu og er núna s.s. orðin stoltur eigandi af korti á þeim fína stað. Fór svo til Árna Þórodds eftir það, Indriði var þar að spila Catan við Árna, Inga og Audda. Þar var sötraður einn bjór eða svo og svo farið heim. Í gærkvöldi fóru þeir svo 3 strákarnir á eitthvað skemmtikvöld hjá Val, bauð því Svarthamrafrúin mér í mat til sín og smá rauðvínssötur. Þar var borðað alveg óhemju mikið og spjallað jafnvel meira. Í dag sváfum við hjónin út og höfuðm það huggulegt og nú er ég hérna og á meira að segja eftir að pakka niður. Meira vesenið. Ég vil halda áfram að minna fólk á að kvitta í gestabókina.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim