sunnudagur, maí 01, 2005

Eiginkonurnar, sólstingurinn ofl...


Var að sjá veðurspána og held hreinlega að ég hafi verið bænheyrð. Ekkert nema kuldi, rok og rigning næstu daga. ...mjög gott þegar maður er í prófum. Er búin að vera að læra tölfræði á fullu í allan dag heima hjá Írisi, við búnar að vera SVAKA duglegar. Vona að þetta gangi betur á þriðjudaginn heldur en á föstudaginn, kennarinn er reyndar þekktur fyrir svínslega erfið próf en maður verður að krossa putta og vona að þetta gangi allt saman upp.

Merkilegt hvað svona sól og sumar espar mann upp í yfirlýsingar um bót og betrun á öllum sviðum. Maður verður allur eitthvað svo svakalega glaður og fullur af góðum fyrirheitum. Ég t.d. var orðin svo rugluð af allri þessari sól um daginn að ég var farin að sjá mig fyrir mér sem einhverja fyrirmyndarhúsmóður, virkilega farin að hugsa um það af fullri alvöru hvað ég ætlaði að vera dugleg að elda og baka og þrífa í allt sumar. Komst sem betur fer frekar fljótlega aftur niður á jörðina og áttaði mig á því að ég verð sennilega alveg jafn löt í að þrífa og svona í sumar og ég er búin að vera síðustu árin. Ekki nóg með það að ég ætlaði að breytast í Bree í Desperate houswives heldur ætlað ég líka að vera ótrúlega dugleg að fara í sund og út að hlaupa og hjóla og svona og léttast helst um svona 10 kíló. Ætli þetta gæti verið C-vítamín eitrun sem kemur svona fram?

Talandi um Desperate houswives þá tók ég prófið einhvern tímann um daginn, allir að drífa sig að taka það ef þeir eru ekki þegar búnir að því. Kom mér svo sem ekki á óvart hver þeirra ég var. Hin seinheppna Susan var eitthvað svo ótrúlega lík mér. Þótt ég hefði alveg verið til í að vera Gabrielle Solis, hún er eitthvað svo fabulous. Ég er svo alveg að fara að klára listann sem ég setti hérna inn um daginn. Margt áhugavert eftir á honum sem eftir er að fjalla um.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim