London baby...
Helstu fréttir af píunni eru þessar:
1. Það eru bara 11 dagar þangað til ég verð í London baby.
2. Janúarmegrunin gengur fínt, ekki búin að borða neitt nammi síðan á laugardaginn.
3. Skólinn byrjaður á fullu og ég strax komin margar, margar blaðsíður á eftir áætlun.
4. Árshátíð Ökonomiu er föstudaginn 4. febrúar, minn ætlar sko þangað.
Ég get líka frætt ykkur með því að segja ykkur frá því að ég er ekki búin að kaupa mér einn einasta hlut á útsölunum. Sumpart af því að ég hef ekki átt krónu, sumpart af því að ég hef farið á voða fáar og sumpart af því að ég hef ekkert fundið. Ætli það sé ekki miklu skemmtilegra að kaupa sér bara nýtt þegar það kemur í búðirnar. Maður þarf nú að versla eitthvað í London, nýbúin að fá inn námslánið og svona...
Æ svo veit ég ekki meira. Jú ég get sagt ykkur eitt, það eru tveir tryggingasölumenn búnir að hringja hingað í kvöld, allir af vilja gerðir til að lækka iðgjöldin hjá mér. Alveg merkilegt hvað þetta hellist yfir mann allt í einu. Ég man líka einhvern tímann kom það fyrir mig að það var hringt í mig 3x sömu vikuna frá Gallup og svo ekkert svo vikum skipti eftir það. Ég var í alvörunni farin að fíla mig eins og stjórnmálamann, svo mikið vildi Gallup fá að vita um skoðanir mínar á öllum sköpuðum hlut, en svo hætti þetta og þá var ég bara orðin eins og hver annar Jói Jóns.
Ég ætla líka að nota tækifærið og lýsa yfir sorg minni yfir skilnaði þeirra Pitt og Aniston. Hræðilega súrt. En þetta eru ekki einu slæmu fréttirnar fyrir Pittarann. Hinar slæmu fréttirnar eru þær að hann datt úr efsta sætinu hjá mér yfir heitustu gæjana á tjaldinu. Nýji topp gæjinn er hann Jude Law svo dead sexy í nýju Alfie myndinni. Ef þið hafið ekki séð hana þá mæli ég hiklaust með henni. Ekta chick-flick fyrir okkur píurnar.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim