mánudagur, janúar 24, 2005

Ræktarlífið


Mér finnst ræktin mín rosa fín. Orðsporið hefur samt verið að það sé ekkert nema snobb-lið þarna, sem er að hluta til satt. Í dag sá ég samt ótrúlegasta ræktar-galla sem ég hef séð á ævinni. Ég átti virkilega bágt með mig og ef einhver hefur verið að hlusta vel þá hefur hann heyrt smá hlátur sleppa út. Konan sem var í þessum svakalega galla var svona um fimmtugt og frekar feitlaginn. Þetta rosa outfitt var hvorki meira né minna en spandex bodysuit, háglansandi og þröngur í þessum fallega metal-bláa lit. Þið getið ímyndað ykkur hvað ég átti bágt með mig!! Sé mest eftir því að hafa ekki verið myndavél til að ná þessu á filmu. Þótt þessi kona hafi kannski ekki verið að hugsa mikið um útlitið í ræktinni þá virðist sem sumar þarna séu bara til að spóka sig. Nokkrar þarna virðast meira að segja vera sérstaklega að vanda sig að hárið sveiflist nú fallega þegar þær eru á brettinu. Þeir sem þekkja mig vita að ég tilheyri ekki þessum hópi. Ég þarf ekki nema að hlaupa í 5 mínútur og þá er ég orðin eldrauð í framan. Er ekki í þröngum fötum og alls ekki mjög dönnuð.

Annars var ég að fá rosa fínar fréttir að heiman úr sveitinni. Svo virðist sem að gamli kisinn minn hann Salómón Svarti sé komin aftur heim. Þið getið lesið allt um comeback ársins hjá Guðrúnu og Eyrúnu. Þannig að núna eru hvorki meira né minna en 3 kettir heima hjá mér. Geri aðrir betur.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim