Skólalífið...
Já það er ekki gaman að vera í prófum, þótt ég sé ekki einu sinn tæknilega séð byrjuð í prófum þá finnst mér þetta búið að vera endalaust lengi að líða. Fyrsta prófið er s.s. á föstudaginn og síðan er þetta þriðja hvern dag fram til 12. Maí. Er núna á bókhlöðunni að læra, eins og venjulega og var orðin svo ringluð af öllum þessum kostnaðarferlum að ég varð að taka mér smá pásu.
Eitt sem ég er búin að vera spá mikið í í dag, sérstaklega þar sem umrædd manneskja er búin að sitja frekar nálægt mér hérna á hlöddanum:
Hefur ekkert ykkar spáð í því hvað Andrea Róberts og Díana Omel eru líkar?
Ég, eins forvitin og ég er, er búin að vera að horfa aðeins á hana (Andreu þ.e.) í dag og búin að komast að því að hún er svolítið eins og dragdrottning. Rosalega há og grönn og ókvennlega vaxin og grófgerð í framan. Og alveg glettilega lík henni Diönu Omel, finnst mér allavegana. Er ég alveg crazy eða er eitthvað til í þessu?
Langar líka að segja ykkur frá því að ég á besta kærastann í heiminum. Mig langaði svo í hjól til að trylla um á í sumar, skella mér Nauthólsvík og svona. Svo þegar ég kem heim í gær þá er strákurinn líkast til bara búin að kaupa handa mér hjól... Haldið þið að það sé til betri kærasti? ...ég held ekki !!! :)
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim