mánudagur, apríl 18, 2005

On the road again



Já svo ég byrji á byrjuninni og taki atriði númer 1 á listanum mínum þá eru það óvæntu fréttirnar. Þið sem þekkið mig og strákinn eitthvað eru sennilega búin að frétta þetta, og nei það er ekki barn á leiðinni :) ...sorry folks! En fréttirnar miklu eru þær að við erum að fara til útlanda, annað hvort næsta haust eða eftir jól. Núna stefnir frekar í það að það verði eftir jól. Stefnan er sett á heimsreisu í miniature-útgáfu og er dvalartíminn áætlaður u.þ.b. 2-3 mánuðir. Er orðin svo svakalega spennt yfir þessu að ég er gersamlega að farast. Þessi síða er búin að vera mikið skoðuð undanfarið og svo að sjálfsögðu ferðasagan hjá Árna og Inga þar sem við erum sennilega að fara að stefna á svipaðar slóðir. Verst að núna eru prófin að fara að skella á og maður hefur engan tíma til að vera að skoða þetta allt og má alls ekki við því að þetta taki einhverja athygli frá manni. En boy ó boy hvað það er erfitt. Sama hvað ég reyni að einbeita mér að reikningshaldi og ársreiknignalögum þá er ég endalaust farin að dagdreyma um ævintýrið okkar, hvítar strendur, hávaðasamar borgir og stórfengleg listaverk. Can anyone blame me?

Páskafríið var annars bara fínt, svo ég vindi mér strax í atriði no. 3 á listanum. Ég fór ekkert norður heldur hélt mig hérna á höfuðborgarsvæðinu. Markmiðið var að læra eins mikið í stærðfræði og mögulegt væri, hlutapróf 2 dögum e. páska sko. Og varð mér ágætlega úr verki með það. Fór líka á árshátíð hjá iðnógenginu sem var voða gaman. Enduðum á Prikinu undir morgun í góðum fíling. Á páskadag fór ég svo í mat til Christínu og Odda sem var alveg geggjað, Oddi er þvílíkur kokkur og fengum við nautalundir, kartöflurétt sem var geggjaður, ekta bernais-sósu og þvílíkt góða súkkulaðiköku í eftirrétt. Indiði kom svo þegar við vorum búin að borða og við spiluðum Katan fram eftir kvöldi.

Svo er það helsta núna að frétta af mér að ég er alveg að fá hraðan hjartslátt og panic kast yfir því hvað það er stutt í prófin, þetta er alveg að skella á. Fyrsta prófið er 28. Apríl og síðasta 12. Maí þannig að maður á ekkert eftir að líta neitt voða mikið upp úr bókunum fyrr en þá. Sem er slæmt því nýjustu hobbýin mín tvö þarfnast mikils tíma. Annað þeirra er geggjaður tölvuleikur sem maður spilar á netinu og hitt er bridds. Ég og strákurinn erum búin að vera nokkur undanfarin kvöld að spila við Reyni og Kötlu og bara að verða nokkuð góð í þessu. Rosalega skemmtilegt að spila þetta.

Jæja ég held að þetta sé gott í bili. Þar til síðar.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim