föstudagur, apríl 22, 2005

Meinhornið, bíó og próf próf próf


Ég skellti mér í bíó á miðvikudagskvöldið á afar skemmtilega mynd sem heitir
Napoleon Dynamite mjög skemmtileg mynd sem fær hvorki meira né minna en 7,2 hjá imdb, sem er jú frekar gott. Mæli alveg með henni sko. Ekki spillti heldur félagsskapurinn fyrir, því ég fór með stráknum og Röggu vinkonu og Herði. Eftir myndina fórum við svo á pöbbarölt, kíktum inn á nokkra staði en höfðum vit á því að drífa okkur snemma heim. Ferlega gaman og mikið hlegið.

Svo ég haldi áfram með veitingahúsagagnrýnina þá verð ég að segja frá því að við skólastelpurnar fórum um daginn á Eldsmiðjuna. Ég hef sest 2 sinnum þarna inn að borða og í bæði skiptin fengið svo hræðilega þjónustu að ég held að ég sé alveg hætt að fara þarna. Þjónninn var sá dónalegasti sem ég hef lent í lengi. Ef ykkur langar s.s. í Eldsmiðju-pítsu þá mæli ég með því að þið náið í hana og borðið hana heima hjá ykkur. Ekki nema þið fáið kikk út úr því að láta hrækja á ykkur. Álfrún sem er með mér í skólanum hefndi samt fyrir okkur á miðvikudagskvöldið á Kaffibarnum. Ég fékk sms frá henni seint um kvöldið sem sagði að hún hefði helt smá bjór á pjásuna til að hefna fyrir ofur-lélegu þjónustuna sem við fengum. :o) ...hún fær alveg mörg prik fyrir það stelpan.

Annars er það helst að frétta af mér að ég er að farast úr prófastressi, fyrsta prófið er eftir nokkra daga og ég er ALLS EKKI búin að læra nógu mikið. Er eitthvað svo kærulaus og löt að það er hræðilegt, ég held að þetta sé faraldur sem er að gangam við virðumst allavegana þjást nokkrar af þessu sem eru í bekknum með mér. En... nú VERÐ ég að halda áfram að læra. ta ta...

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim