mánudagur, maí 02, 2005

Og hún er að hlusta á...

Geggjað hjá tónlist.is að vera með frítt niðurhal um helgina. Ég fattaði það að sjálfsögðu aðeins of seint eða ekki fyrr en kl. 10 í gærkvöldi. Við strákurinn drifum okkur þá í að ná í nokkra diska og eru þeir akkúrat núna í spilun. Það sem við náðum í var m.a:

Santiago - Girl
Singapore Sling - Live is killing my rock´n´roll
Jagúar - Hello somebody
Megas - Paradísarfuglinn og Loftmynd
Múm - Summer make good
Slowblow - Slowblow
Ragnheiður Gröndal - Vetrarljóð

Núna er Santiago í spilaranum, fínn diskur. Er aðeins búin að kíkja líka á Múm og Jagúar náttúrulega. Slowblow og Singapore Sling eru á dagskrá á morgun. Mig langaði annars voða mikið til að ná í Emilíönu Torrini plötuna nýju og Trabant plötuna líka en þær voru ekki til. ...bömmer.

Er svo að fara að hitta skvísurnar á morgun eftir prófið. Hlakka voða mikið til að hitta þær. Allt of langt síðan síðast.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim