Og hún er að hlusta á...
Geggjað hjá tónlist.is að vera með frítt niðurhal um helgina. Ég fattaði það að sjálfsögðu aðeins of seint eða ekki fyrr en kl. 10 í gærkvöldi. Við strákurinn drifum okkur þá í að ná í nokkra diska og eru þeir akkúrat núna í spilun. Það sem við náðum í var m.a:
Santiago - Girl
Singapore Sling - Live is killing my rock´n´roll
Jagúar - Hello somebody
Megas - Paradísarfuglinn og Loftmynd
Múm - Summer make good
Slowblow - Slowblow
Ragnheiður Gröndal - Vetrarljóð
Núna er Santiago í spilaranum, fínn diskur. Er aðeins búin að kíkja líka á Múm og Jagúar náttúrulega. Slowblow og Singapore Sling eru á dagskrá á morgun. Mig langaði annars voða mikið til að ná í Emilíönu Torrini plötuna nýju og Trabant plötuna líka en þær voru ekki til. ...bömmer.
Er svo að fara að hitta skvísurnar á morgun eftir prófið. Hlakka voða mikið til að hitta þær. Allt of langt síðan síðast.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim