3 próf á 4 dögum
Það sem er s.s. næst á dagskránni hjá mér eru þessi blessuðu 3 próf á 4 dögum núna um og eftir helgina. Er búin að vera að læra myrkranna á milli fyrir utan strax eftir stærðfræðiprófið þegar ég dreif mig í Kringluna og aðeins á Laugarveginn og verslaði mér smá því ég átti svo rosalega bágt. Á samt frekar erfitt að einbeita mér á köflum, hugurinn á það til að fara aðeins á flakk og hugsa smá fram í tímann. Í dag eru nefninlega:
6 dagar þangað til ég er búin í prófum
10 dagar í jólin
17 dagar í áramótin
20 dagar í að við förum út
Það er s.s. allt að gerast og stundum frekar erfitt að halda fókus á því sem er að gerast akkúrat núna.
Fyrri myndin er s.s. af Jaipur, eða bleiku borginni, sem við ætlum að skoða þegar við förum til Indlands. Hina myndina fann ég á Google og fannst hún svo flott að hún varð að fara með.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim