laugardagur, desember 03, 2005

Jólin, jólin...


Mér finnst ömurlegt að vera í prófum í Desember. Núna í ár verða önnur jólin í röð sem ég skreyti ekki neitt, baka ekkert, set ekki upp neina seríu eða geri neitt því ég hef ekki tíma fyrir neitt nema lesa fyrir próf (og eitt og eitt blogg). Og ég sem er mesta jólabarnið. Ég verð alltaf jafn svekkt þegar ég fletti með hraði í gegnum blöðin og sé auglýsingar um upplestur úr jólabókum, jólatónleika og allskyns svoleiðis. Í fullkomnum heimi þá myndi ég eyða Desember í að rölta Laugaveginn, kaupa eina og eina jólagjöf, fá mér kakó, fara á tónleika og upplestra og föndra jólaskraut. En því miður lifi ég ekki í fullkomnum heimi, allavegana ekki ennþá, og Desember fer í allt aðra hluti og mun leiðinlegri. Hvernig væri að flytja prófin fram í janúar? Þá hefði maður allavegana aðeins meiri tíma til að hafa það huggulegt fyrir jólin. Eða drífa prófin af fyrir 10. des? Mér finnst glatað að vera í prófum til 20. Des eða 21. Des eins og í fyrra. Það væri þó skömminni skárra að vera kannski búin nokkrum dögum fyrr. Kannski er bara málið að drífa af þennan skóla og hætta þessu prófa-veseni í Desember?

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim