fimmtudagur, desember 01, 2005

Efst a baugi


Í þjóðhagfræðiglósunum mínum stendur nokkuð áhugavert sem mér datt í hug að deila með ykkur. Fyrir leikmennina þá eru hérna útskýringar:
G = ríkisútgjöld
T = skattar
Þessar glósur eru um fjármálastefnu ríkisins og tól ríkisstjórnarinnar og segja:

Þenja hagkerfið: auka G, minnka T
Bremsa hagkerfið: minnka G, auka T

Bara svona með tilliti til ástandsins í dag og fyrirhugaðra aðgerða ríkisstjórnarinnar.

Horfði á Top Model í gær og er afar sátt við úrslitin ólíkt síðast. Var búin að halda með Naimu síðan í byrjun, fannst hún vera lang flottust af þessum gellum, ekki alltaf grenjandi (sem reyndar breyttist aðeins í síðasta þættinum, pjúra strategía) og með hanakamb sem mér fannst ofur-töff. Er reyndar líka mjög hrifin af Kahlen, hún hefði alveg mátt vinna líka, svo lengi sem pjásan hún Keenyah datt út. Meira hvað hún varð leiðinleg og hrokafull svona í lokinn.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim