Óráðið...
Klukkan er 7:30 og hérna sit ég heima hjá mér með kaffibollan minn yfir hagrannsóknabókunum og er byrjuð að læra. Þvílíkur dugnaður í manni eftir heila helgi af því að liggja í rúminu. Maður er einhvern veginn svo fullur af ónotaðri orku sem verður einhvern veginn að fá útrás. Í veikindunum tókst mér að horfa á alla síðustu seríuna af Sex and the city sem besti maðurinn minn keypti handa mér í Noregi og sofa í allt of marga klukkutíma.
Ég er eirðarlaus. Mig langar að flytja eitthvað langt, langt í burtu. Get ekki beðið eftir að prófin séu búin og ég geti drifið mig af stað í ferðalagið. Í óráðinu á laugardaginn fékk ég þá flugu í höfuðið að það væri smartast að flytja til Parísar og meira að segja nefndi það við Indriða. Það hefur mögulega eitthvað með maraþon-áhorf mitt á Sex and the city að gera. Fattaði samt í gær að ég kann ekki frönsku og myndi sennilega ekki geta gert neitt í París nema sitja á kaffihúsum. Ég tala nú samt smá dönsku þannig að núna langar mig að flytja til Kaupmannahafnar og helst fara þangað í skiptinám næsta haust. Góð hugmynd? Indriði sagði mér nú reyndar að bíða aðeins með þetta. Eftir að við kæmum heim úr ferðalaginu myndi mig kannski langa til að flytja til Víetnam. Hann vill meina að ég sé svolítið hrifnæm. Sem er e.t.v. ekki fjarri lagi.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim