Ferðalagið og "fjölskyldan"
Þótt ég hafi aðallega verið að lista upp í huganum undanfarið hvers ég kem ekki til með að sakna hérna á klakanum þegar við förum út, þá fattað ég allt í einu að það eru alveg hlutir og kannski aðallega fólk sem ég á eftir að sakna. Þær sem ég kem til með að sakna örugglega hvað mest eru bestu vinkonur mínar og "fjölskyldan" mín þær Ragga og Christína. Þær eru búnar að vera mín stoð og stytta í gegnum súrt og sætt síðan ég flutti til borgarinnar og ég á eftir að sakna þeirra fullt þegar ég fer í burtu enda eru þær alveg frábærar. Það verður örugglega smá sjokk að geta ekki hringt og spjallað um allt og ekkert, tímunum saman, þegar maður er komin til Asíu. Ég kem líka til með að sakna litlu krílanna þeirra fullt enda finnst mér ég eiga smá part í þeim öllum, allavegana eina tá á hverju. Vona bara að litlu ormarnir gleymi mér ekki á meðan ég er í burtu ;o)
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim