föstudagur, desember 09, 2005

Taka tvö

Já ætla að gera heiðarlega tilraun til að setja hérna inn nokkrar línur. Tókst ekki svo vel síðast. Mikið hvað maður getur orðið pirraður þegar þetta dettur allt svona út. En allavegana...

Ég er búin með 1 próf af 5, sem er gott. Gekk bara ágætlega og vildi gjarnan að ég væri eins vel undirbúin undir hin prófin og ég var undir þetta. Það er s.s. búið að strika þjóðhagfræði II út af listanum og ég er komin einu skrefinu nær að fá titilinn virðulega.

Ferðaundirbúningurinn gengur vel, allt komið á skrið og allt að smella saman á síðustu stundu. Seldum bílinn í gær, (grát, grát) og fengum þennan líka mega kagga upp í sem ég verð að trylla um á í staðinn. Verð nú samt að segja að rauði skvísubíllinn minn var mun flottari en þessi gamli lancer sem ég er á núna. Við erum líka búin að láta bólusetja okkur gegn hinum ýmsu kvillum og búin að borga fyrir það fullt af peningum. Meira hvað þetta er dýrt allt saman. Við vorum samt búin að láta sprauta okkur fullt, búin að fara til Kúbu og allt það. Sprautunar-kostnaður er samtals komin núna upp í tæplega 30 þúsund og stefnir í að fara mun hærra. Sendum líka vegabréfin okkar til Noregs til að fá áritun inn í Indland og það kostaði hvorki meira né minna en 9.000 kr. Þetta verður því aðeins dýrara og meira vesen en við gerðum ráð fyrir í byrjun en... hvað með það. Maður verður bara á aðeins lélegri hótelum úti í staðinn. Er annars farin að hlakka svo BRJÁLAÐ mikið til að ég er að springa. Þetta verður alveg ótrúlegt ævintýri. Einn af fyrstu áfangastöðunum í ferðinni okkar verður Taj Mahal, finnst ykkur það ekki fallegt? Getið reynt að ímynda ykkur mig standandi þarna fyrir framan...

Var að fletta bækling, einum af mörgum sem kom inn um lúguna hjá mér um daginn, sem ber heitið Smáralind. Fannst mér pínu fyndið að lesa yfir Efnisyfirlitið. Umsjón og greinarskrif: Eva Dögg, ábyrgðarmaður: Eva Dögg, Stílistar: Eva Dögg og Helga og svo á bls. 44 er frábær grein sem heitir Góð tískuráð frá Evu Dögg. Þessi umtalaða Eva Dögg er fyrir þá sem ekki vita frú Tiska.is sem eins og sést á vefsíðunni er í miklu stuði og líka daman sem Feng-shui-aði alla íbúðina hjá sér í Innlit-útlit einhvern tímann. Greinilegt að hennar kröftum hefur verið beint eitthvað annað en á síðuna, kannski í Smáralindarbæklinginn... Það eina sem hún kann samt að gera er að velja módel í tískuþáttinn sinn því hún valdi hina gullfallegu frænku mína hana Söru Karen.

Það er samt alveg merkilegt hvað það skiptir miklu máli hvað maður er að læra hvað maður er duglegur við það. Eins og t.d. fyrir þjóðhagfræði prófið, mér finnst það mjög skemmtilegt og þess vegna gekk mér vel að læra fyrir það. Gat lesið endalaust og setið yfir þessu og spáð og spekúlerað. Núna er næsta próf Stærðfræði III og ég er hreinlega ekki búin að koma neinu í verk. Meira hvað þetta er brjálað leiðinlegt... Ég treysti því að þið hugsið fallega til mín og sendið mér góða strauma í lestrinum. Later.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim