4 Dagar
Já maður, bara 4 dagar þangað til við leggjum af stað til fjarlægra landa. Og ekkert nema skemmtilegheitin framundan þangað til. Fór út að borða með Röggu í gær, skelltum okkur á Sjávarkjallarann og fengum æðislegt að borða og drekka. Frábær þjónusta og æðislegur matur. Ef þið eruð ekki búin að prófa að fara þangað þá mæli ég með því að þið skellið ykkur fyrr en seinna. Fengum okkur svo einn drykk á 101 hótel eftir matinn. Allt mjög skemmtilegt og eligant. Chris Rock ætlaði að koma með okkur en var lasin og treysti sér ekki.
Svo er skemmtilegt kvöld framundan, VIP fólkið ætlar að koma hingað í smá teiti, sem verður án efa skemmtilegt. Gamlárskvöld á morgun og þá erum við hjónin að fara fyrst til Röggu í mat og svo er aldrei að vita hvort maður kíki á Chris og Odda eða kannski á strákana í Vesturbrún. Svo erum við að fara til Sólveigar og Hólmars á nýársdag í mat. Svo eru hreinlega ekki fleiri kvöld eftir og við hreinlega farin út. Svoleiðis er það...
Meira seinna
Laufey
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim