Frjáls eins og fuglinn..
...flogið næstum ég gæti, mér er ekkert til ama...
Prófin loksins búin og ég búin að fá stæ-bömmers einkunina mína. Tölum ekki meira um það. Örfáir dagar í að jólin komi, aðeins fleiri í áramótin og pínu fleiri í að ég leggi af stað í reisuna miklu ásamt mínum heittelskaða. Mikið hlakka ég svaka mikið til. Eins og ég segi þá er lífið bjart og fallegt framundan og ég ætla ekki að láta neitt koma mér úr jafnvægi. Ekki einu sinni auka-götin 7 sem ég er með á líkamanum núna. ...eða stæ bömmerinn.
Iðnó-jóladjammið var voða skemmtilegt sem varð aftur á móti til þess að ég djammaði voða takmarkað í gær á próflokadjamminu. Það stefnir samt í svo mikla skemmtun næstu daga að maður þarf að fara að dusta rykið af gömlu drykkju-trixunum. Hvernig var þetta nú aftur? Ekki drekka á fastandi maga, fá sér lýsi eða matarolíu áður en maðu fær sér fyrsta rauðvínsglasið og eitthvað fleira sniðugt. Já svo við tölum nú ekki um að fá sér mjólk að drekka þegar maður kemur heim og jafnvel smá að borða og kannski smá skammt af salti, svona upp á vökvatapið. Man svo ekki meira.
Á bara eftir að kaupa örfáar jólagjafir og pakka þeim inn, búin að skrifa fullt af jólakortum og senda megnið af þeim. Restin verður borin út með pökkum og þvíumlíku. Annars er allt að verða tilbúið bara fyrir hátíðina miklu. ...eða svona nánast tilbúið.
Einar vondar fréttir samt: annar gullfiskurinn minn dó um daginn. Greyið festist í dælunni og dó. Hinn er voða einmanna núna. Spurning hvort hann fái að fara sömu leið og hinn áður en við förum í ferðalagið.
Til hamingju til allra sem voru að klára prófin!!
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim