Tomorrow baby!!!
já krakkar mínir það er hvorki meira né minna en á morgun sem við leggjum af stað í reisuna miklu. Undanfarnir dagar hafa einkennst af miklu stressi, skipulagi og bollaleggingum yfir hvað á að taka með og hvað ekki. Erum búin að pakka öllu niður í íbúðinni og hún er tilbúin fyrir leigjendurna til að setjast að. Bíllinn komin á bílasöluna og búið að pakka í töskuna. Smá stress komið í okkur en ekkert sem góður nætursvefn lagar ekki. Ætlum að fá okkur Eldsmiðjupítsu í kvöldmatinn í kvöld og horfa smá á video, örugglega langt þangað til við getum gert það næst. Eftir örfáa daga verðum við í Delhi á leiðinni að skoða Taj Mahal...
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]
<< Heim