föstudagur, maí 05, 2006

Hamingjusömust


Já ég er hamingjusamasta konan í heiminum sem á besta manninn í heiminum. Ástæðan fyrir þessu öllu er að ég er orðin eigandi að flottasta bol í heiminum, sem maðurinn leyfði kaup á. Ég er algerlega ástfangin af honum (bolnum sem og manninum) og kem til með að nota hann við öll möguleg og ómöguleg tækifæri (bolinn).

Annars kíkti ég aðeins á tónleikana í gær sem voru voða fínir. Ég verð nú samt að taka það fram svona fyrir tengdó að ég er ekki gengin í flokkinn og kem ekki til með að gera það. Finnst svo ágætt að geta gagnrýnt allt og alla án þess að taka afstöðu sjálf. Verð því að nota tækifærið hérna og gagnrýna exbé, þann ágæta flokk, fyrir ófagmannlega framkomu í gær. Þeir keyrðu nánast inn í Iðnó á RISA Hummer jeppanum sínum merktum exbé í bak og fyrir, lögðu honum þar og fóru í burtu. Mér fannst það ekkert sérlega smekklegt af þeim. Það er greinilegt að kosningabaráttan er komin á fullt skrið þegar maður sér flokkana nota svona brögð til að koma sér og sínum á framfæri.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim