sunnudagur, apríl 02, 2006

BRJÁLUÐ...

Halló halló...

Var ad koma heim á hótelið og búin ad eiga frábært kvöld fyrir utan smá Sigulufjarðarumræðu.

Smá background-info:
Ég hef komid einu sinni til Siglufjardar.
Eftir upplýsingar kvöldsins ætla eg ekki ad fara þangad aftur.
Í mótmælaskyni.

Þid sem hafid ekki allt info getid grátid i koddann i kvöld vitandi ad Héðinsfjarðargöngin voru boðin ut fyrir 5.700.000.000 sem þýðir 5.7 milljarðar. Skv. Visindavefnum þá búa 1.438 a Siglufirði sem gerir ad göngin fallegu kosta tæpar 4 milljónir Á HVERN IBÚA a pleisinu skv. útbodi en allir sem vita eitthvad vita ad sú upphæð er svona 20% haerri, allavegana. Sem gerir uþb 4,8 milljonir a hvern ibúa.

Indriði gerði lokaverkefni um gatnamót Kringumýrarbrautar og Miklubrautar og fékk út að það myndi kosta uþb 3-4 milljarda i mesta lagi. Sem þýðir ad Héðinsfjarðargöngin er miklu, miklu dýrari fyrir miklu, miklu færri íbúa. Fyrir sömu fjárhæð pr. íbúa á Höfuðborgarsvæðinu þá væri hægt ad gera mörg margra hæða gatnamót í Reykjavík.

...og ég er brjáluð!!!
...djöfullsins hreppapólitík!!!
...ég hata Sturla Böðvarsson!!!
...þetta eru skattpeningarnir mínir!!!

Ekki það að ég sé að borga mikla skatta hérna i Seattle. Sem betur fer, annars væri ég helmingi meira brjáluð. Hérna er mikið stuð og læti. Við erum farin að hlakka mikið til að komst heim. Eru ekki allir farnir að hlakka til að fá okkur heim...???

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim