mánudagur, maí 08, 2006

Í sól og sumaryl


Ég er rosa ánægð með veðrið úti. Er búin að vera að vona síðan við komum að utan að sumarið færi nú að láta sjá sig hérna á skerinu og loksins kom það. Það er nú nánast búið að vera sumar hjá okkur síðan í janúar þannig að maður ætti kannski ekki að kvarta.

Við hjónin áttum æðislega helgi. Röltum niðri í bæ, fengum okkur morgunmat á Gráa kettinum, fórum á útskriftarsýninguna hjá Listaháskólanum, sötruðum bjór á kaffihúsi með strákunum, sátum úti í sólinni, fórum í heimsókn til ömmu og í mat til Sólveigar og Hólmars. Alveg frábær helgi. Næsta verður því miður ekki eins skemmtileg, ég verð að vinna voða mikið, er samt að vonast eftir einu matarboði eða svo til að lífga aðeins upp á dagskránna.

Ég er líka komin í kosningakreppu. Veit ekkert hvaða fylking fær mitt atkvæði, hreinlega af því mér finnst þetta allt frekar óspennandi. Ekkert sem grípur mig frekar en eitthvað annað. Kannski er málið að fara að kynna sér baráttumálin til hlýtar og reyna þannig að botna eitthvað í þessu.

Hvað segið þið stelpur með aðra kaffihúsatilraun á fimmtudaginn? Eru ekki allir til? Þurfum að heyra ferðasöguna hjá systrunum og margt fleira djúsí...

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim