mánudagur, júní 19, 2006

Úr ýmsum áttum


I love Jeff Who?

Búin að fá mér þessa fínu áskrift inni á tonlist.is og er búin að hlusta á þá í allan dag og líka fyrir helgina og þessi plata með þeim er æðisleg. Verst hvað mann langar til að stökkva upp úr stólnum og taka tryllings-dans þegar maður hlustar á þetta. Ekki alveg við hæfi hérna á skrifstofunni.

Annars var helgin frekar viðburðamikil. Krakkarnir mínir voru í heimsókn og við grilluðum og svona fyrir þau á föstudagskvöldið. Á laugardaginn skelltum við okkur aðeins í bæinn, krakkarnir fóru á landsleikinn og skemmtu sér rosa vel. Við gamla settið fórum hins vegar í grillveislu til Christínu og Odda þar sem við vorum frameftir kvöldi. Við kíktum svo í partý til Auðar og Andrésar og svo lá leiðin þaðan í bæinn þar sem frúin kom ekki heim fyrr en seint og síðarmeir. Sunnudagurinn var svo notaður í rólegheit, Kolaportið og kaffihús.

Annað sem hefur borið hvað hæst í vikunni er brotthvarf frá gula limmóinum og í staðinn er komin Lancer árgerð ´80-og-eitthvað sem amma mín átti. Það á nú eftir að taka hann í yfirhalningu og þrífa sveita-skítinn af honum áður en maður getur farið að vinka fólki á rúntinum. Hin stóra fréttin er staðfesting á flutningi búsetu niður í 101. Við hjónin festum kaup á þessari yndislegu íbúð niðri á Grettisgötu í síðustu viku. Stefnan er s.s að flytja þangað ekki seinna en 1. ágúst og vera þá búin að gera hinar ýmsu breytingar og lagfæringar, parketleggja og þar frameftir götunum. Allir sem kunna eitthvað í svoleiðis tilfæringum eru velkomnir í "heimsókn", það verður bjór og pítsa í boði fyrir laghenta.

Annars verð ég að vinna og vinna niðri við tjörn fram á fimmtudag. Allir sem eiga leið framhjá eru velkomnir í kaffi.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

Gerast áskrifandi að Birta ummæli [Atom]

<< Heim